Guðrún Sigríður Sæmundsen

Guðrún Sigríður Sæmundsen

Viðskiptafræðingur • Pistlahöfundur • Rithöfundur

Um mig

Ég heiti Guðrún S. Sæmundsen og hef nýlokið störfum sem blaðamaður hjá Árvakri hf. Þar starfaði ég sem blaðamaður, fyrst á mbl.is og á Morgunblaðinu, síðan á Sunnudeginum og lengst af í dægurmálunum á Smartlandi. Starfið var skemmtilegt og lifandi og starfsfélagarnir frábærir en eins og gengur þá þurfa fyrirtæki stundum að hagræða í rekstri og þess vegna missti ég vinnuna um mánaðarmótin október/nóvember.

Það var ekkert fjarri lagi að prófa blaðamennsku því með öðrum störfum í gegnum tíðina hef ég gefið út þrjár skáldsögur og er nú að skrifa þá fjórðu. Annars er starfsreynslan ansi fjölbreytt og auk þess að vera með mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business hef ég lokið verðbréfamiðlun og bætt við þekkingu mína á ýmsum sviðum t.a.m. við Endurmenntun Háskóla Íslands.

Ég er 43 ára og á tvö börn, sex og átta ára. Við erum nýflutt í Grafarvoginn úr Hafnarfirði sem er ansi skemmtileg breyting en sjálf ólst ég upp í Grafarvogi þar sem ég æfði handbolta og knattspyrnu með Fjölni.

Áhugamálin eru af ýmsum toga og hverfast mikið um hreyfingu og útivist en einnig skrif og lestur bóka. Samskiptahæfni mín er góð og hef ég mikla reynslu af starfi í hóp og teymisvinnu. Ég á auðvelt með að vinna undir álagi, hef góð tök á að halda stressi í lágmarki og anda með nefinu. Í störfum mínum hef ég tamið mér að hugsa út fyrir rammann sem hefur aðeins orðið til þess að ég hef fengið meira af verkefnum og vinnan orðið fjölbreyttari.

Nú er atvinnuleitin hafin og ég myndi gjarnan vilja fá að komast í viðtal til að gera betur grein fyrir mér, starfsreynslu minni og menntun.

Hafa samband

Greinar

Pistlar

Þörungasnakk á ensku

Þörungasnakk á ensku

Smá hugleiðing um íslenska orðanotkun og hvernig hún mætti nýtast betur í umræðunni um nýsköpun og vöruþróun.

Elsku barn, ég er upptekin!

Elsku barn, ég er upptekin!

Um álag, fjölskyldulíf og þá eilífu leit að jafnvægi milli vinnu og heimilis.

Jón elskar þéttingu byggðar

Jón elskar þéttingu byggðar

Húmorísk nálgun á borgarskipulag, þéttleika og lífið á milli raðhúsa og háhýsa.

Fyrir vinnuveitendur

Ég er fljót að tileinka mér ný viðfangsefni, á auðvelt með að greina upplýsingar og koma frá mér í ræðu og rituðu máli. Samskiptahæfni mín er framúrskarandi.

Verkefni

Hafðu samband ef þú vilt dæmi um ítarlegri verkefni, prufulestur eða viðbótarefni sem ekki er aðgengilegt hér.